Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   sun 02. júní 2024 22:36
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Menn komu með sömu baráttuna í þennan leik og við sýndum í þeim síðasta. Við vorum yfir í baráttunni. Hefðum átt að skora fleiri mörk miðað við færin sem við fengum en við höldum hreinu og erum mjög ánægðir." Segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á HK í kvöld

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik hefur oft á tíðum átt í erfiðleikum með leikina við HK. Báðir leikirnir töpuðust í fyrra en í dag var þetta aldrei spurning.

„Við byrjuðum leikinn með því að opna okkur ekkert. Við leyfðum þeim ekki að koma með einhver læti og snúa momentinu. Í fyrri hálfleik náum við miklum og góðum tökum á þessu. Gott að komast yfir í fyrri hálfleik svo fannst mér í seinni hálfleik við vera til fyrirmyndar."

Breiðablik gerði jafntefli í seinasta leik við Víking eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark undir lokin. Því var mikilvægt að komast aftur á sigurbraut.

„Þú reynir að vinna sem flesta leiki og safna stigum. Ef menn vilja setja þetta í samhengi um að þetta sé nágrannaslagur þá kannski gefur það eitthvað extra. Fyrst og fremst er bara gott að vinna."

Fyrsta mark Blika var líklega ólöglegt, þar sem boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrna var tekinn í aðdragandanum.

„Ég sá það ekki, mér var bara bent á þetta hérna rétt áðan. Það hefur þá verið rosalega lítil ferð ef eitthver. Það á margt eftir að gerast eftir það og ég lít ekki á þetta sem vendipunkt í leiknum."

Framlína Breiðabliks var til fyrirmyndar í dag og Ísak Snær Þorvaldsson virðist vera að komast í sitt besta form.

„Ísak átti mjög góðan leik. Hann átti góða innkomu gegn Víking og var mjög góður gegn Fram. Hann er alltaf að komast í betra stand. Aron og Jason voru frábærir líka. Dagur Fjeldsted kom inn og var óheppinn að skora ekki. Benjamin Stokke kom inná á annari löppinni þegar Ísak varð þreyttur og fórnaði sér fyrir liðið. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum í dag."

Ísak var auðvitað einn allra besti maður mótsins árið 2022 og virðist vera að ná fyrra formi.

„Það er ósanngjarnt að ætlast til að einhver sé eins og fyrir tveimur árum. Við vitum hvað hann getur, ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form. Hann verður frábær fyrir okkur á þessu tímabili"

Framundan er landsleikjahlé og því er töluverður tími í næsta leik Breiðabliks.

„Við erum í extra löngu landsleikjahléi vegna þess að við eigum því miður ekki bikarleik. Við ætlum að gefa þriggja daga frí næstu helgi en æfum vel þess á milli og skerpum á okkar hlutum."
Athugasemdir
banner
banner