Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 02. júní 2024 22:36
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Menn komu með sömu baráttuna í þennan leik og við sýndum í þeim síðasta. Við vorum yfir í baráttunni. Hefðum átt að skora fleiri mörk miðað við færin sem við fengum en við höldum hreinu og erum mjög ánægðir." Segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á HK í kvöld

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik hefur oft á tíðum átt í erfiðleikum með leikina við HK. Báðir leikirnir töpuðust í fyrra en í dag var þetta aldrei spurning.

„Við byrjuðum leikinn með því að opna okkur ekkert. Við leyfðum þeim ekki að koma með einhver læti og snúa momentinu. Í fyrri hálfleik náum við miklum og góðum tökum á þessu. Gott að komast yfir í fyrri hálfleik svo fannst mér í seinni hálfleik við vera til fyrirmyndar."

Breiðablik gerði jafntefli í seinasta leik við Víking eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark undir lokin. Því var mikilvægt að komast aftur á sigurbraut.

„Þú reynir að vinna sem flesta leiki og safna stigum. Ef menn vilja setja þetta í samhengi um að þetta sé nágrannaslagur þá kannski gefur það eitthvað extra. Fyrst og fremst er bara gott að vinna."

Fyrsta mark Blika var líklega ólöglegt, þar sem boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrna var tekinn í aðdragandanum.

„Ég sá það ekki, mér var bara bent á þetta hérna rétt áðan. Það hefur þá verið rosalega lítil ferð ef eitthver. Það á margt eftir að gerast eftir það og ég lít ekki á þetta sem vendipunkt í leiknum."

Framlína Breiðabliks var til fyrirmyndar í dag og Ísak Snær Þorvaldsson virðist vera að komast í sitt besta form.

„Ísak átti mjög góðan leik. Hann átti góða innkomu gegn Víking og var mjög góður gegn Fram. Hann er alltaf að komast í betra stand. Aron og Jason voru frábærir líka. Dagur Fjeldsted kom inn og var óheppinn að skora ekki. Benjamin Stokke kom inná á annari löppinni þegar Ísak varð þreyttur og fórnaði sér fyrir liðið. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum í dag."

Ísak var auðvitað einn allra besti maður mótsins árið 2022 og virðist vera að ná fyrra formi.

„Það er ósanngjarnt að ætlast til að einhver sé eins og fyrir tveimur árum. Við vitum hvað hann getur, ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form. Hann verður frábær fyrir okkur á þessu tímabili"

Framundan er landsleikjahlé og því er töluverður tími í næsta leik Breiðabliks.

„Við erum í extra löngu landsleikjahléi vegna þess að við eigum því miður ekki bikarleik. Við ætlum að gefa þriggja daga frí næstu helgi en æfum vel þess á milli og skerpum á okkar hlutum."
Athugasemdir
banner