Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   sun 02. júní 2024 22:36
Kjartan Leifur Sigurðsson
Dóri Árna: Ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Menn komu með sömu baráttuna í þennan leik og við sýndum í þeim síðasta. Við vorum yfir í baráttunni. Hefðum átt að skora fleiri mörk miðað við færin sem við fengum en við höldum hreinu og erum mjög ánægðir." Segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á HK í kvöld

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik hefur oft á tíðum átt í erfiðleikum með leikina við HK. Báðir leikirnir töpuðust í fyrra en í dag var þetta aldrei spurning.

„Við byrjuðum leikinn með því að opna okkur ekkert. Við leyfðum þeim ekki að koma með einhver læti og snúa momentinu. Í fyrri hálfleik náum við miklum og góðum tökum á þessu. Gott að komast yfir í fyrri hálfleik svo fannst mér í seinni hálfleik við vera til fyrirmyndar."

Breiðablik gerði jafntefli í seinasta leik við Víking eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark undir lokin. Því var mikilvægt að komast aftur á sigurbraut.

„Þú reynir að vinna sem flesta leiki og safna stigum. Ef menn vilja setja þetta í samhengi um að þetta sé nágrannaslagur þá kannski gefur það eitthvað extra. Fyrst og fremst er bara gott að vinna."

Fyrsta mark Blika var líklega ólöglegt, þar sem boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrna var tekinn í aðdragandanum.

„Ég sá það ekki, mér var bara bent á þetta hérna rétt áðan. Það hefur þá verið rosalega lítil ferð ef eitthver. Það á margt eftir að gerast eftir það og ég lít ekki á þetta sem vendipunkt í leiknum."

Framlína Breiðabliks var til fyrirmyndar í dag og Ísak Snær Þorvaldsson virðist vera að komast í sitt besta form.

„Ísak átti mjög góðan leik. Hann átti góða innkomu gegn Víking og var mjög góður gegn Fram. Hann er alltaf að komast í betra stand. Aron og Jason voru frábærir líka. Dagur Fjeldsted kom inn og var óheppinn að skora ekki. Benjamin Stokke kom inná á annari löppinni þegar Ísak varð þreyttur og fórnaði sér fyrir liðið. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum í dag."

Ísak var auðvitað einn allra besti maður mótsins árið 2022 og virðist vera að ná fyrra formi.

„Það er ósanngjarnt að ætlast til að einhver sé eins og fyrir tveimur árum. Við vitum hvað hann getur, ég hlakka til þegar hann kemst í sitt besta form. Hann verður frábær fyrir okkur á þessu tímabili"

Framundan er landsleikjahlé og því er töluverður tími í næsta leik Breiðabliks.

„Við erum í extra löngu landsleikjahléi vegna þess að við eigum því miður ekki bikarleik. Við ætlum að gefa þriggja daga frí næstu helgi en æfum vel þess á milli og skerpum á okkar hlutum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner