Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 12:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill vera aðalmarkvörður og er opinn fyrir því að yfirgefa Liverpool
Mynd: Getty Images

Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool segist vera opinn fyrir því að yfirgefa félagið til að fá meiri spiltíma.


Kelleher hefur aldrei spilað jafn mikið á einu tímabili en hann gerði á því síðasta. Hann spilaði 26 leiki í öllum keppnum, þar af 10 í úrvalsdeildinni vegna meiðsla Alisson.

„Ég held að félög hafi verið að fylgjast með mér svo vonandi verður einhver áhugi annars staðar frá. Ég er með mikið sjálstraust og mér finnst að það sé komið að þessu. ÉEg veit ekki hvað gerist hjá Liverpool en ég er opinn fyrir öllu mögulegu," sagði Kelleher.

„Ef ég fer þá verður það allt að vera rétt fyrirmig, rétta félagið, það gæti verið á Englandi eða erlendis."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner