fim 02. júlí 2020 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fyrsti sigur Grindvíkinga
Grindavík vann gegn ÍR.
Grindavík vann gegn ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Álftanes unnu bæði 3-1 sigra í 2. deild kvenna í kvöld. Tveir leikir fóru fram í deildinni.

Grindavík var fyrir mót spáð fyrsta sæti deildarinnar, en liðið byrjaði óvænt á því að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum. Í kvöld kom fyrsti sigurinn hjá Grindvíkingum.

Þær lentu undir eftir stundarfjórðung gegn ÍR, en sýndu karakter með því að jafna fyrir leikhlé og ganga svo frá sigrinum með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum plús uppbótartíma.

Álftanes er með fullt hús stiga eftir sigur á Framörum í kvöld. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir skoraði tvennu fyrir Álftanes, en Fram er með eitt stig úr þremur leikjum.

ÍR 1 - 3 Grindavík
1-0 Catarina Martins Sousa Lima ('14)
1-1 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir ('38)
1-2 Una Rós Unnarsdóttir ('82)
1-3 Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('95)

Álftanes 3 - 1 Fram
1-0 Helena Stefánsdóttir ('16)
1-1 Salka Ármannsdóttir ('20)
2-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('32)
3-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('80, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner