Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Kyle líklega viðbeinsbrotinn - „Svekkjandi að missa hann úr hópnum"
Kyle McLagan
Kyle McLagan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkings á KR í Bestu deildinni í gær en hann er líklega viðbeinsbrotinn og gæti því verið frá í sex vikur.

Kyle meiddist á 36. mínútu er hann fór í öxl í öxl við Kjartan Henry Finnbogason en hann neyddist til að vera af velli í kjölfarið.

Arnar telur að Kyle hafi viðbeinsbrotnað og gæti það þýtt að hann verði frá næstu sex vikurnar.

Þjálfarinn segir þetta afar svekkjandi fyrir alla aðila enda mikið af spennandi leikjum framundan.

„Ég held að þetta hafi verið öxl í öxl, þetta er bara svekkjandi fyrir Kyle því það lítur út fyrir að hann sé viðbeinsbrotinn og svekkjandi fyrir hann fyrst og fremst að missa af öllum þessum leikjum sem framundan eru og svekkjandi fyrir okkur að missa hann úr hópnum," sagði Arnar við Fótbolta.net í gær.

Kyle kom til Víkings frá Fram fyrir tímabilið og hefur verið fastamaður í vörn liðsins. Þetta er því mikið högg fyrir Víking sem er á leið í tvo erfiða leiki gegn Malmö í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta á þennan völl og vera svona soft
Athugasemdir
banner
banner
banner