Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 14:37
Brynjar Ingi Erluson
Mile Svilar til Roma (Staðfest)
Mile Svilar
Mile Svilar
Mynd: Roma
Belgíski markvörðurinn Mile Svilar er formlega genginn í raðir Roma á Ítalíu en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær.

Svilar, sem verður 23 ára í næsta mánuði, var einn efnilegasti leikmaður heims fyrir fimm árum síðan þegar hann var aðeins 18 ára gamall en hann sló þá met Iker Casillas og varð yngsti markvörðurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur lítið fengið að spila með aðalliði Benfica síðan þá og aðallega verið notaður í varaliðinu.

Svilar gerði munnlegt samkomulag um að ganga til liðs við Roma í mars og hefur hann nú gengið frá samningum. Hann skrifaði undir fimm ára samning í gær og mun klæðast treyju númer 99.

Þessi efnilegi markvörður spilaði fyrir öll yngri landslið Belgíu áður en hann ákvað að velja það að spila fyrir Serbíu en faðir hans er serbneskur á meðan móðir hans er belgísk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner