Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifærið hjá FC Kaupmannahöfn í 5-1 sigri gegn FC Bruno’s Magpies frá Gíbraltar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Hann náði hins vegar ekki að heilla með frammistöðu sinni en hann gerði afar slæm mistök snemma leiks þegar hann gaf andstæðingnum mark.
Hann náði hins vegar ekki að heilla með frammistöðu sinni en hann gerði afar slæm mistök snemma leiks þegar hann gaf andstæðingnum mark.
Tipsbladet var ekkert að spara sleggjudómana eftir leik en þeir gáfu íslenska markverðinum einn af sex mögulegum í einkunn. Hann fær lægstu einkunn af leikmönnum FCK.
„Rúnar Alex hefur beðið eftir fyrsta leiknum í sex mánuði og hann endaði á því að vera martröð. Hann gaf þeim fyrsta markið og var nálægt því að gefa þeim annað mark 20 mínútum síðar. Hann kom sér ekki nær byrjunarliðinu," segir í umsögn Tipsbladet.
Jacob Neestrup, þjálfari FCK, stóð við bakið á Rúnari eftir leikinn í gærkvöldi.
„Ein mistök breyta engu, það getur gerst. Það kemur fyrir hjá bestu markmönnum í heimi. Hann hefur æft vel og hefur staðið sig vel í æfingaleikjum, hann hefur spilað lítið en hann hefur stutt liðið í gegnum súrt og sætt," sagði Neestrup.
Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum í leiknum og skoraði tvennu. Hann fær fjóra af sex mögulegum í einkunn fyrir frammistöðu sína.
Athugasemdir