Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fös 02. ágúst 2024 12:10
Elvar Geir Magnússon
Þessir hafa litið best út í undirbúningsleikjum Liverpool
Mo Salah með knöttinn.
Mo Salah með knöttinn.
Mynd: Getty Images
Trey Nyoni er spennandi lekmaður.
Trey Nyoni er spennandi lekmaður.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur unnið báða leiki sína í æfingaferðinni í Bandaríkjunum, gegn Real Betis og Arsenal. Liðið lítur vel út í fyrstu leikjum Arne Slot.

Dominik Szoboslai tryggði sigurinn gegn Betis og þeir Mo Salah og Fabio Carvalho skoruðu gegn Arsenal.

Íþróttafréttamaðurinn Chris McKenna hjá Mirror hefur gefið leikmönnum Liverpool einkunnir fyrir frammistöðu þeirra í gegnum þessa tvo leiki og eru fimm leikmenn hæstir með átta.

Þar á meðal er Salah. „Virkaði mjög beittur í báðum leikjum og er augljóslega í toppstandi. Hann er enn aðalmaðurinn hjá Liverpool," segir McKenna.

Varnarmennirnir ungu Conor Bradley og Jarell Quansah þykja líka hafa staðið sig með mikilli prýði, Harvey Elliott átti tvær stoðsendingar gegn Arsenal og hinn sautján ára gamli Trey Nyoni er afskaplega spennandi leikmaður.

Lægstu einkunnina fær hinsvegar Wataru Endo, eða fimm, en hann virkar ryðgaður. Hann var slakur gegn Betis og fékk áminningu eftir að hann kom af bekknum gegn Arsenal.

Þessir fá 8:
Conor Bradley, Jarell Quansah, Harvey Elliott, Trey Nyoni, Mo Salah

7:
Caoimhin Kelleher, Vítezslav Jaros, Sepp van den Berg, Dominik Szoboslai, Tyler Morton, Diogo Jota, Fabio Carvalho

6:
Kostas Tsimikas, Luke Chambers, Nat Phillips, Owen Beck, Amaro Nallo, Curtis Jones, Stefan Bajcetic, Luca Stephenson, Kaide Gordon, Ben Doak, Lewis Koumas, Harvey Blair

5:
Wataru Endo
Athugasemdir
banner