Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til næstu tveggja ára.
Úlfa Dís er uppalin í FH en hún gekk til liðs við Stjörnuna sumarið 2021. Hún hefur komið við sögu í 12 leikjum liðsins í sumar og skorað þrjú mörk.
Hún hefur leikið 86 leiki á meistaraflokksferlinum og skorað 15 mörk.
Stjarnan er með 19 stig í 6. sæti eftir 15 umferðir en Úlfa Dís átti frábæran leik í 14. umferð þegar liðið vann FH 2-1. Hún skoraði fyrra mark liðsins og var valin besti maður vallarins að mati Fótbolta.net.
Athugasemdir