De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 02. september 2023 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annað mark Man City vekur umtal - „Þetta er 1000% rangstaða"
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, var vægast sagt ósáttur eftir 5-1 tap liðsins gegn Englands- og Evrópumeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fulham náði að jafna metin í 1-1 en rétt fyrir hálfleik skoraði Nathan Ake afar umdeilt mark. Það var mikil óánægja hjá Fulham með markið en þeim þótti Manuel Akanji hindra sýn markvarðarins Bernd Leno á meðan hann var rangstæður.

Markið fékk hins vegar að standa. „Auðvitað hafði þetta mikil áhrif á leikinn," sagði Silva að leikslokum.

„Við fengum einhverjar útskýringar en það hjálpaði ekkert. Allir sem hafa spilað fótbolta eða vita eitthvað um fótbolta eru sammála um að þetta mark á ekki að standa. Það á að vera ómögulegt fyrir VAR að dæma þetta mark gott og gilt. Þetta er klár rangstaða."

Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, var sammála um að þetta hefði verið rangstaða og sagðist finna til með Fulham þar sem hann hefði sjálfur orðið brjálaður yfir þessu. Fyrrum dómarinn Mike Dean tjáði sig einnig um málið.

„Þetta er 1000 prósent rangstaða. Þetta er bara rangstaða. Ég skil ekki af hverju það er dæmt," segir Dean sem dæmdi á sínum tíma lengi í úrvalsdeildinni.

Hægt er að sjá markið sem verið er að tala um með því að smella hérna
Athugasemdir
banner
banner