Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Arftaki Orra Steins kynntur hjá FCK - Markakóngur á síðustu leiktíð
German gerði tveggja ára samning við FCK
German gerði tveggja ára samning við FCK
Mynd: FCK
Danska félagið FCK hefur staðfest kaupin á rússneska framherjanum German Onugkha en hann kemur til með að fylla skarðið sem Orri Steinn Óskarsson skildi eftir sig.

FCK seldi Orra Stein til Real Sociedad á dögunum fyrir rúmar 20 milljónir evra.

Orri hafði átti stórkostlega byrjun á tímabilinu og var þetta því mikil blóðtaka fyrir danska félagið, en félaginu tókst að fá ágætis leikmann inn í staðin.

Onugkha er 28 ára gamall og kemur frá Vejlle, en hann gerði tveggja ára samning við FCK.

Á síðustu leiktíð endaði hann markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 15 mörk og þá hefur hann þegar gert þrjú mörk á þessu tímabili.

„Við höfum auðvitað verið að leita að framherja síðan við kvöddum Orra Stein Óskarsson, þannig við unnum hörðum höndum að því að fá leikmann sem getur komið með nauðsynleg gæði inn í leik okkar og tryggir samkeppni í stöðuna. German sýndi það á síðustu leiktíð þegar hann endaði markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni og það er auðvitað mikill kostur að hann þekkir deildina vel,“ sagði Sune-Smith Nielsen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK.

German á áhugaverðan feril. Hann er fæddur og uppalinn í Rússlandi, en á nígerískan föður. Hann hefur meðal annars spilað fyrir lið á borð við Krasnodar, Krylia Sovetov, Rubin Kazan og Tambov í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner