Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki sáttur með miðjumanninn Dominik Szoboszlai í gær.
Szoboszlai fékk algjört dauðafæri til að koma Liverpool í 0-4 í seinni hálfleiknum en hann slóraði í færinu og var alltof lengi að gera eitthvað við það. Hann tók nokkrar snertingar í stað þess að skjóta bara strax og skora.
Szoboszlai fékk algjört dauðafæri til að koma Liverpool í 0-4 í seinni hálfleiknum en hann slóraði í færinu og var alltof lengi að gera eitthvað við það. Hann tók nokkrar snertingar í stað þess að skjóta bara strax og skora.
Carragher var að lýsa leiknum á Sky Sports en hann var alls ekki sáttur við það hvernig Szoboszlai fór með færið.
„Hvað er hann að gera?" sagði Carragher pirraður. „Er hann að reyna að vera góður með sig?"
„Ef United nær einu marki og fær stuðningsmennina með sér, þá getur allt gerst. Við sáum hvað gerðist hjá Everton í gær. Þetta er fáránlegt hjá Szoboszlai. Þetta er bara fáránlegt, þetta er virkilega ófagmannlegt."
Sem betur fer fyrir Szoboszlai, þá komst United ekki inn í leikinn eftir þetta og Liverpool vann 0-3 sigur.
Athugasemdir