Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. október 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnar einn af sigursælustu þjálfurum bikarsins - Tekst honum að jafna metið?
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er nú annar sigursælasti þjálfari landsins í bikarnum, en hann og lið hans unnið þriðja bikarmeistaratitilinn í röð í gær með 3-2 sigri á FH í Laugardalnum.

Víkingur vann bikarinn í annað sinn í sögunni árið 2019 en síðan þá hefur liðið unnið tvo til viðbótar.

Arnar hefur unnið þá alla og er nú annar sigursælasti þjálfarinn í bikarnum ásamt átta öðrum þjálfurum.

Rúnar Kristinsson, Ólafur Jóhannesson, Hörður Helgason, Ingi Björn Albertsson, Ásgeir Elíasson, Sigurgeir Guðmannsson og Júrí Ilitchev hafa allir unnið bikarinn þrisvar.

Rúnar og Ólafur eru þeir einu ásamt Arnari sem eru enn í þjálfun, en Rúnar þjálfar hjá KR á meðan Ólafur er hjá Val.

Aðeins einn þjálfari hefur unnið bikarinn fjórum sinnum en það met á Guðjón Þórðarson. Hann gerði það tvisvar með bæði ÍA og KR, en getur Arnar náð sögulegum árangri og unnið keppnina í fjórða sinn í röð á næsta ári og þar með jafnað met Guðjóns?

Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu birti listann yfir sigursælasta þjálfara landsins en hann má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner