Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. október 2022 10:11
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar að fá Neves - Reyna að sannfæra Bellingham um að koma til Liverpool
Powerade
Ruben Neves til Arsenal?
Ruben Neves til Arsenal?
Mynd: EPA
Jude Bellingham er eftirsóttur
Jude Bellingham er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Barcelona skuldar Man City 46 milljónir punda fyrir Torres
Barcelona skuldar Man City 46 milljónir punda fyrir Torres
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum annars fína sunnudegi en Jude Bellingham, Ruben Neves og fleiri góðir eru orðaðir við stærstu félög Englands í pakkanum.

Framtíð Bruno Lage, stjóra Wolves, er í hættu eftir tap liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. (Telegraph)

Arsenal er vongott um að hafa betur gegn Liverpool og Manchester United í baráttunni um Ruben Neves (25), miðjumann Wolves. (Express)

Barcelona ætlar einnig að blanda sér í baráttuna um Neves. (Sport)

West Ham er komið í kapphlaupið við Milan um Noa Lang (23), leikmann Club Brugge. (Calciomercato)

Manchester City ætlar að hækka laun Erling Braut Haaland (22), með því að bjóða honum nýjan samning. (Star)

Alf-Inge, faðir Haaland, sagði að hann gæti spilað með Man City næstu þrjú eða fjögur árin í heimildamynd um norska framherjann. (Star)

Nice er að leiða baráttuna um Mykhaylo Mudryk (21), leikmann Shakhtar Donetsk, en Brentford, Everton og Newcastle hafa öll áhuga á honum. Nice er reiðubúið að greiða 25 milljónir punda fyrir þennan efnilega leikmann. (Sun)

Frenkie de Jong (25), miðjumaður Barcelona, er enn í sigtinu hjá Manchester United. (ESPN)

Jhon Duran (18), leikmaður Chicago Fire, er eftirsóttur af Liverpool og Chelsea. (Sun)

Liverpool og Arsenal munu þá berjast um norska framherjann Andreas Schjelderup (18), leikmann Nordsjælland í Danmörku, en honum hefur verið lík við Erling Braut Haaland, framherja Man City. (Mail)

Arsenal er að íhuga tilboð í Piero Hincapie (20), varnarmann Bayer Leverkusen. (Teamtalk)

Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold hafa hvatt Jude Bellingham, leikmann Borussia Dortmund, um að ganga í raðir Liverpool á næsta ári. (Football Insider)

Manchester United ætlar einnig að taka þátt í kapphlaupinu um þennan 19 ára gamla miðjumann. (Express)

Pep Guardiola, stjóri Man City, er ekki að hugsa um framtíð sína þrátt fyrir að eiga aðeins tæpt ár eftir af samningi sínum. (MEN)

Barcelona skuldar Man City 46 milljónir punda fyrir Ferran Torres (22). (Mail)
Athugasemdir
banner
banner