Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 02. október 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einars yfirgefur Selfoss líka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalið Selfoss féll óvænt úr Lengjudeildinni í ár og mun því leika í 2. deild á næstu leiktíð. Tveir af leikmönnum félagsins hafa ákveðið að yfirgefa Selfoss eftir fallið, þeir Aron Einarsson og Oskar Wasilewski. Fyrr í dag var fjallað um að Oskar yrði ekki áfram á Selfossi.

   02.10.2023 10:30
Oskar Wasilewski yfirgefur Selfoss (Staðfest)

Aron er uppalinn á Selfossi og lék 20 af 22 leikjum í Lengjudeildinni í ár, á meðan Oskar sem er uppalinn á Akranesi lék 14 leiki.

Aron er öflugur miðjumaður sem flytur til Reykjavíkur að hefja háskólanám og gæti því gengið til liðs við félag á höfuðborgarsvæðinu ef tími gefst.

Oskar er hávaxinn miðvörður sem ætlar að einbeita sér meira að vinnu sinni og mun því ekki geta stundað fótbolta af fullum krafti.




Athugasemdir
banner