Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einars yfirgefur Selfoss líka (Staðfest)
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalið Selfoss féll óvænt úr Lengjudeildinni í ár og mun því leika í 2. deild á næstu leiktíð. Tveir af leikmönnum félagsins hafa ákveðið að yfirgefa Selfoss eftir fallið, þeir Aron Einarsson og Oskar Wasilewski. Fyrr í dag var fjallað um að Oskar yrði ekki áfram á Selfossi.

   02.10.2023 10:30
Oskar Wasilewski yfirgefur Selfoss (Staðfest)

Aron er uppalinn á Selfossi og lék 20 af 22 leikjum í Lengjudeildinni í ár, á meðan Oskar sem er uppalinn á Akranesi lék 14 leiki.

Aron er öflugur miðjumaður sem flytur til Reykjavíkur að hefja háskólanám og gæti því gengið til liðs við félag á höfuðborgarsvæðinu ef tími gefst.

Oskar er hávaxinn miðvörður sem ætlar að einbeita sér meira að vinnu sinni og mun því ekki geta stundað fótbolta af fullum krafti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner