Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 02. október 2023 22:28
Kári Snorrason
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Eggert Aron Guðmundsson (2) og Hilmar Árni Halldórsson. Eggert mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

„Þetta var ógeðslega gaman að fá Íslands- og bikarmeistarana hingað og sýna „Who´s the boss".
Við gáfum of mikið af færum og þeir voru ekki á þeirra degi í dag. Við spiluðum frábærlega þegar við áttum okkar kafla."


Seinna mark Eggerts var einstaklega fallegt

„Ég bjóst ekki við að ég ætti þetta í vinstri fætinum en síðan kom mómentið og bara bæng."

Rætt var um í hlaðvarpinu Dr. Football að Eggert væri að sjá um föst leikatriði Stjörnunnar. Eggert sagði auðvitað frá því í viðtali við Fótbolta.net sem nálgast má í spilaranum neðst. Þar fór hann ítarlega yfir hvernig það kom til að hann fékk það hlutverk.

„Já það er rétt. Við vorum ekki að gera nógu vel úr föstum leikatriðum í byrjun tímabils og ég var spurður hvort ég vildi taka við þessu og ég tók það að mér með stolti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Eggert Aron - Ákvörðunin
Athugasemdir
banner
banner