Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 02. október 2023 22:28
Kári Snorrason
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Mörk Stjörnunnar skoruðu þeir Eggert Aron Guðmundsson (2) og Hilmar Árni Halldórsson. Eggert mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

„Þetta var ógeðslega gaman að fá Íslands- og bikarmeistarana hingað og sýna „Who´s the boss".
Við gáfum of mikið af færum og þeir voru ekki á þeirra degi í dag. Við spiluðum frábærlega þegar við áttum okkar kafla."


Seinna mark Eggerts var einstaklega fallegt

„Ég bjóst ekki við að ég ætti þetta í vinstri fætinum en síðan kom mómentið og bara bæng."

Rætt var um í hlaðvarpinu Dr. Football að Eggert væri að sjá um föst leikatriði Stjörnunnar. Eggert sagði auðvitað frá því í viðtali við Fótbolta.net sem nálgast má í spilaranum neðst. Þar fór hann ítarlega yfir hvernig það kom til að hann fékk það hlutverk.

„Já það er rétt. Við vorum ekki að gera nógu vel úr föstum leikatriðum í byrjun tímabils og ég var spurður hvort ég vildi taka við þessu og ég tók það að mér með stolti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Eggert Aron - Ákvörðunin
Athugasemdir
banner