Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Gravenberch aftur bestur hjá Liverpool - Martínez geggjaður í marki Villa
Ryan Gravenberch hefur verið magnaður hjá Liverpool í byrjun leiktíðar
Ryan Gravenberch hefur verið magnaður hjá Liverpool í byrjun leiktíðar
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez átti stórkostlegan leik í marki Villa
Emiliano Martínez átti stórkostlegan leik í marki Villa
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe og hans menn áttu slakan dag
Kylian Mbappe og hans menn áttu slakan dag
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch var annað Meistaradeildarkvöldið í röð valinn besti maður Liverpool er liðið vann Bologna, 2-0, á Anfield í kvöld.

Gravenberch hefur spilað stóra rullu í liði Liverpool í byrjun tímabilsins sem djúpur miðjumaður og kann greinilega vel við sig þar.

Sky valdi hann besta mann leiksins í 2-0 sigrinum á Bologna, en hann var einnig valinn bestur þegar Liverpool vann AC Milan í fyrstu umferðinni.

Hann fékk 8 í einkunn eins og Mohamed Salah, sem gerði seinna mark Liverpool í kvöld. Darwin Nunez og Kostas Tsimikas voru slakastir með 5.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (6), Robertson (7), Konate (6), Van Dijk (7), Szoboszlai (7), Gravenberch (8), Mac Allister (7), Salah (8), Nunez (5), Luis Diaz (6).
Varamenn: Gakpo (6), Jota (6), Tsimikas (5).

Bologna: Skorupski (7), Miranda (6), Lucumi (6), Beukema (6), Posch (7), Freuler (7), Ndoye (6), Orsolini (7), Urbanski (6), Moro (6), Dallinga (7).
Varamenn: Iling-Junior (n/a), Casale (6), Aebischer (5).

Emiliano Martínez var þá maður leiksins er Aston Villa vann frækinn 1-0 sigur á stórliði Bayern München á Villa Park.

Argentínumaðurinn var eins og köttur í markinu og fær 9 í einkunn frá Sky. Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Duran fær einnig 9, en hann gerði sigurmark liðsins með því að lyfta boltanum yfir Manuel Neuer í markinu.

Aston Villa: Martinez (9), Konsa (7), Carlos (7), Torres (8), Digne (7), Tielemans (8), Onana (6), Philogene (8), Rogers (7), Ramsey (6), Watkins (7).
Varamenn: Bailey (4), Barkley (6), Maatsen (6), Duran (9).

Bayern Munich: Neuer (5), Upamecano (5), Kim (6), Kimmich (7), Davies (6), Pavlovic (6), Laimer (7), Coman (7), Gnabry (5), Olise (6), Kane (6).
Varamenn: Musiala (7), Sane (6).

Margir leikmenn Real Madrid fengu fimmu fyrir frammistöðuna í 1-0 tapinu gegn Lille í Frakklandi. Dani Carvajal, Aurelien Tchouameni, Eduardo Camavinga og Vinicius Jr áttu allir slakan leik og ekki hjálpaði innkoma þeirra Luka Modric og Kylian Mbappe.

Einkunnir Real Madrid gegn Lille: Lunin (6), Carvajal (5), Militao (7), Rüdiger (6), Mendy (6), Tchouameni (5), Camavinga (5), Valverde (6), Bellingham (7), Endrick (6), Vinicius Jr (5).
Varamenn: Mbappe (5), Modric (5), Garcia (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner