Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
banner
   mið 02. október 2024 08:53
Elvar Geir Magnússon
Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite
Powerade
Enski landsliðsmaðurinn Jarrad Branthwaite.
Enski landsliðsmaðurinn Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Manchester United?
Næsti stjóri Manchester United?
Mynd: EPA
Liverpool er til í að berjast við Manchester United um varnarmann Everton, Jurgen Klopp blæs á kjaftasögur og Adam Wharton er á blaði hjá Manchester City. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins.

Liverpool er tilbúið að keppa við Manchester United um Jarrad Branthwaite (22), miðvörð Everton, og gæti jafnvel gert janúartilboð. (Mail)

Sean Dyche mun fá fjármagn til að bæta Everton hópinn í janúar þegar Friedkin hefur lokið yfirtöku á félaginu - og enginn af bestu leikmönnunum verður seldur. (Football Insider)

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er efstur á blaði hjá Manchester United yfir stjóra sem gætu komið í stað Erik ten Hag. (ipaper)

Manchester United hefur einnig áhuga á að ræða við Massimiliano Allegri fyrrverandi stjóra Juventus ef Hollendingurinn verður rekinn. (Football Insider)

Ten Hag heldur stuðningi reyndari leikmanna Manchester United þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. (Telegraph)

Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hefur vísað á bug vangaveltum um að hann muni taka við sem landsliðsþjálfari Þýskalands. (Mail)

Newcastle þarf að borga meira en einn milljarð punda ef þeir halda áfram með áætlanir um að endurbyggja St James' Park og fjölga áhorfendum. (Telegraph)

Búist er við að Andres Iniesta (40) , goðsögn Barcelona og Spánar, muni tilkynna á næstu dögum að hann hafi lagt skóna á hilluna. (Goal)

Adam Wharton (20), miðjumaður Crystal Palace og enska landsliðsins, og Ederson (25), brasilíski miðjumaðurinn hjá Atalanta, eru ofarlega á óskalista Manchester City ef félagið sækir mann í janúar til að leysa Spánverjann Rodri (28) af hólmi. (Caught Offside)

Enski kantmaðurinn Anthony Gordon (23) ætlar að skrifa undir nýjan samning sem mun halda honum hjá Newcastle til ársins 2030. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner