Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. nóvember 2019 17:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Jón Daði lagði upp - Leeds á toppinn
Sex mörk og tvö rauð í Cardiff
Þrennu-Ralls
Þrennu-Ralls
Mynd: Getty Images
Tom Lawrence gerði bæði mörk Derby.
Tom Lawrence gerði bæði mörk Derby.
Mynd: Getty Images
Átta leikir hófust klukkan 15:00 í ensku Championship deildinni. Jón Daði Böðvarsson spilaði seinni hálfleikinn og lagði upp í 2-1 tapi gegn sínum gömlu liðsfélögum í Reading.

Blackburn sigraði Sheffield Wednesday. Fyrsta mark leiksins kom á 83. mínútu þegar gestrirnir frá Sheffield komust yfir. Tvö mörk frá Blackburn undir lokin tryggðu heimamönnum stigin þrjú. Huddersfield lagði þá Brentford að velli.

Tom Lawrence var hetja Derby þegar liðið lagði Middlesbrough á heimavelli. Tom skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.

Hull vann sterkan og óvæntan 0-3 útisigur á Fulham. Josh Bowler, Jarrod Bowen og Tom Eaves gerðu mörkin.

Fjör í Cardiff og Leeds á toppinn
Það var aldeilis fjör þegar Birmingham heimsótti Cardiff í dag. Birmingham komst yfir snemma leiks en Cardiff var komið yfir áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Joe Ralls kom Cardiff í 3-1 á 69. mínútu með sínu öðru marki en Birmingham minnkaði muninn undir lokin.

Ralls innsiglaði svo sigurinn og þrennuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Danny Ward fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik hjá Cardif og Lucas Jutkiewicz var sendur í sturtu hjá gestunum í uppbótartíma.

Leeds skaust á toppinn með 2-0 heimasigri á QPR. Tyler Roberts og Jack Harrison gerðu mörk Leeds.

Þá sigraði Notthingham Forest lið Luton, 1-2.

Blackburn 2 - 1 Sheffield Wed
0-1 Jacob Murphy ('83 )
1-1 Lewis Travis ('88 )
2-1 John Buckley ('90 )

Brentford 0 - 1 Huddersfield
0-1 Karlan Grant ('62 )

Cardiff City 4 - 2 Birmingham
0-1 Kristian Pedersen ('3 )
1-1 Joe Ralls ('31 , víti)
2-1 Curtis Nelson ('38 )
3-1 Joe Ralls ('69 )
3-2 Ivan Sunjic ('89 )
4-2 Joe Ralls ('90 , víti)
Rautt spjald: Danny Ward, Cardiff City ('52), Lucas Jutkiewicz, Birmingham ('90)

Derby County 2 - 0 Middlesbrough
1-0 Tom Lawrence ('22 )
2-0 Tom Lawrence ('84 )
Rautt spjald: George Saville, Middlesbrough ('32)

Fulham 0 - 3 Hull City
0-1 Josh Bowler ('9 )
0-2 Jarrod Bowen ('57 )
0-3 Tom Eaves ('85 )

Leeds 2 - 0 QPR
1-0 Tyler Roberts ('39 )
2-0 Jack Harrison ('90 )

Luton 1 - 2 Nott. Forest
0-1 Lewis Grabban ('39 )
0-2 Sammy Ameobi ('58 )
1-2 Callum McManaman ('87 )

Reading 2 - 1 Millwall
1-0 Jordan Obita ('10 )
2-0 Sam Baldock ('36 )
2-1 Jed Wallace ('46 )
Athugasemdir
banner
banner