banner
   lau 02. nóvember 2019 13:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Clive Allen: Ekotto sagði mér að hann vildi verða klámstjarna
Mynd: Getty Images
Fyrrum þjálfari hjá Tottenham, Clive Allen, segir að Benoit Assou-Ekotto hafi eitt sinn sagt við sig að hann vildi verða klámstjarna þegar knattspyrnuferlinum væri lokið.

Ekotto lék með Tottenham á árunum 2006-2015 og lék einnig með QPR.

Ekotto sagði, á meðan hann lék í úrvalsdeildinni, að hann horfði á knattspyrnu sem atvinnu og hefði ekki ástríðu á því að spila fótbolta.

Allen þjálfaði Ekotto hjá Tottenham. Í bók sinni, 'Up Front', rifjar hann upp samtal við Ekotto þar sem Ekotto tjáði sig um áform sín eftir ferilinn.

„Ég held ég verði klámstjarna," á Ekotto að hafa sagt við Allen.

„Ég er ekki að grínast, af hverju ætti ég ekki að verða það?"

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja við Ekotto. Ég svaraði: 'Benoit, þegar þú gerir þína fyrstu mynd þá vil ég fá miða á frumsýninguna'," skrifaði Allen í bókinni.

Ekotto, á samkvæmt Allen, ekki að hafa fattað grínið og sagði það vera sjálfsagt mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner