Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. nóvember 2020 16:52
Elvar Geir Magnússon
Ungverski hópurinn sem mætir Íslandi - Rossi heldur sig við nánast sama hóp
Icelandair
Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
Mynd: Getty Images
Adam Szalai.
Adam Szalai.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverjalands, opinberaði í dag landsliðshópinn sem mætir Íslandi í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember.

Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti á EM alls staðar sem fram fer á næsta ári.

Rossi gerir fáar breytingar á hópnum sínum, hann heldur sig að mestu leyti við sama hóp og vann Búlgaríu og Serbíu í síðasta landsleikjaglugga og gerði svo jafntefli við Rússa.

„Við erum með 27 manna hóp því við erum að fara að spila þrjá leiki á sex dögum," segir Rossi.

Þegar hann ræðir um íslenska liðið nefnir hann þrjá leikmenn sem ungverska liðið þarf að hafa góðar gætur á. Það eru Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason.

Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Ungverja. Miðjumaðurinn tvítugi Dominik Szoboszlai kemur inn í hópinn en hann spilar fyrir Red Bull Salzburg og var kjörinn leikmaður ársins í austurrísku deildinni á síðasta tímabili. Hann er yngsti leikmaðurinn í hópnum.

Tveir leikmenn Ungverja spila með RB Leipzig sem er í þriðja sæti þýsku Bundesligunnar, markvörðurinn Péter Gulácsi og varnarmaðurinn Willi Orban.

Landsleikjahæstur og markahæstur í hópnum er Ádám Szalai hjá Mainz en hann hefur skorað 21 mark í 66 landsleikjum. Næstleikjahæstur er Ádám Nagy, varnartengiliði Bristol City á Englandi.

Leikmannahópur Ungverjalands:

Markverðir: Péter Gulácsi (RB Leipzig), Dénes Dibusz (Ferencvaros), Lajos Hegedűs (Paks).

Varnarmenn: Gergő Lovrencsics (Ferencvaros), Ádám Lang (Omonia), Attila Fiola (Fehervar), Barnabás Bese (OH Leuven), Willi Orban (RB Leipzig), Szilveszter Hangya (Fehervar), Attila Szalai (Apollon Limassol), Endre Botka (Ferencvaros), Loïc Nego (Fehervar), Ákos Kecskés (Lugano).

Miðjumenn: Ádám Nagy (Bristol City), László Kleinheisler (Osijek), Zsolt Kalmár (Dunajska Streda), Filip Holender (Partizan), Dominik Szoboszlai (Red Bull Salzburg), Dávid Sigér (Ferencvaros), András Schäfer (Dunajska Streda), Tamás Cseri (Mezokövesd).

Sóknarmenn: Ádám Szalai (Mainz), Nemanja Nikolić (Fehervar), Roland Sallai (Freiburg), Ádám Gyurcsó (Split), Norbert Könyves (Zalaegerszeg), Kevin Varga (Kasımpaşa),
Athugasemdir
banner
banner