Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   lau 02. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Þórir Jóhann í frystinum - Óttar á skotskónum
Hjörtur Hermanns ekkert spilað í mánuð
Þórir Jóhann.
Þórir Jóhann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar er að hitna en það gengur ekkert hjá Spal.
Óttar er að hitna en það gengur ekkert hjá Spal.
Mynd: SPAL
Bologna 1 - 0 Lecce
1-0 Riccardo Orsolini ('85 )

Bologna vann í dag 1-0 heimasigur á Lecce í ítölsku Seríu A. Riccardo Orsolini skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu eftir undirbúning frá Juan Miranda. Sigurinn var mjög verðskuldaður því Lecce átti ekki skot á mark Bologna.

Bologna er í 8. sæti deildarinnar en Lecce er í næstneðsta sæti, með átta stig eftir ellefu umferðir, með sjö stigum minna en Bologna.

Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce en hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í deildinni síðan í 2. umferð. Hann var síðast á bekknum í bikarleik gegn Sassuolo í september. Hann var orðaður í burtu frá Lecce í sumarglugganum en ekkert varð úr því. Hann er samningsbundinn félaginu fram á næsta sumar.

Í B-deildinni gerðu Cararese og Juve Stabia markalaust jafntefli. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson var ekki í leikmannahópi Carrerese í fjórða leiknum í röð. Hann hefur ekkert spilað síðan 28. september. Hann var í íslenska landsliðshópnum í síðasta mánuði en kom ekkert við sögu.

Í C-deildinni var Óttar Magnús Karlsson í byrjunarliði Spal og kom gestunum yfir á 44. mínútu gegn Ternana. Spal lék einum manni færra allan seinni hálfleik þar sem varnarmaðurinn Matteo Bruscagin fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma seinni hálfleiks. Óttar var tekinn af velli á 59. mínútu og á lokakaflanum skoraði Ternana fjögur mörk og lokatölur urðu 4-1.

Markið hjá Óttari var hans annað frá komu sinni til Spal í sumar. Liðið er í næstneðsta sæti B-riðils í C-deildinni, með átta stig eftir þrettán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner