Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid í viðræðum við umboðsmenn Wirtz
Mynd: EPA

Real Madrid er í viðræðum við umboðsmenn Florian Wirtz, leikmann Leverkusen, en frá þessu greinir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.


Real hefur ekki verið í samskiptum við Leverkusen enn sem komið er en Man City hefur einnig sýnt þessum 21 árs gamla Þjóðverja áhuga. Þá eru keppinautar Leverkusen í þýsku deildinni, Bayern, einnig á eftir honum.

Wirtz var frábær þegar Leverkusen varð þýskur meistari á síðustu leiktíð en hann skoraði 11 mörk og lagði upp 12 í 32 leikjum. Þá skoraði hann 18 mörk og lagði upp 20 í öllum keppnum.

Hann skoraði tvö mörk á EM í Þýskalandi í sumar en hann skoraði mark Þjóðverja í 2-1 tapi gegn Spánverjum í átta liða úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner