Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. desember 2019 09:33
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Milos verði aðstoðarþjálfari hjá Malmö
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, er orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Malmö.

Milos er án starfs eftir að samningar náðust ekki við Mjällby um nýjan samning.

Milos var aðalþjálfari Mjallby og náði þar mögnuðum árangri, hann kom liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum og liðið verður í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Kvällsposten segir að Milos verði líklega aðstoðarmaður Uwe Rösler hjá sænska stórliðinu Malmö. Liðið er sigursælasta lið Svíþjóðar en hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er lykilmaður hjá Malmö en félagið er án aðstoðarþjálfara eftir að Andreas Georgson fór í þjálfarateymi Brentford.

Haft er eftir Milos að hann hafi áhuga á starfinu.

„Malmö er stærsta félag Svíþjóðar. Ég yrði stoltur ef ég fengi tækifæri til að starfa þar. Ef Uwe telur að ég geti hjálpað liðinu og vill fá mig þá væri það mikill heiður," segir Milos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner