Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Hrafn í Val (Staðfest)
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir Vals frá Fylki.

Orri er nítján ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur einnig leikið með unglingaliðum Heerenveen í Hollandi.

Orri skrifar undir fjögurra ára samning og er kaupverðið talið það hæsta sem greitt hefur verið fyrir leikmann innanlands.

„Valur væntir mikils af Orra á komandi árum," segir í tilkynningu félagsins.

Orri féll með Fylki á komandi tímabili og sagði í viðtali við Fótbolta.net í október að það hafi verið mikil vonbrigði.

„Að sjálfsögðu, það er ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda. Ég tel að við höfum verið með nógu gott lið til að halda okkur uppi," sagði Orri.

Valur hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og náði því ekki Evrópusæti.

Komnir í Val:
Aron Jóhannsson frá Lech Poznan
Heiðar Ægisson frá Stjörnunni
Guy Smit frá Leikni R.
Orri Hrafn Kjartansson frá Fylki
Kári Daníel Alexandersson frá Gróttu (var á láni)

Farnir frá Val:
Hannes Þór Halldórsson
Kristinn Freyr Sigurðsson í FH
Kaj Leo í Bartalsstovu
Magnus Egilsson
Johannes Vall
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner