
Það varð allt vitlaust eftir að Úrúgvæ féll úr leik á HM í dag þrátt fyrir sigur á Gana í lokaleik riðilsins.
Leikmenn Úrúgvæ misstu sig í leikslok og hópuðust að dómurunum en þeim fannst halla á sig í dag. Þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum.
Sjá einnig:
Suarez miður sín í leikslok - Leikmenn Úrúgvæ trylltir
Cavani hefur ekki verið ánægður með ákvörðun dómarans eftir að hafa skoðað atvikið í VAR en á leiðinni inn í klefa hrinti hann VAR skjánum í gólfið.
Þessi úrslit eru gríðarlega svekkjandi fyrir menn eins og Cavani og Luis Suarez sem voru sennilega að spila á sínu síðasta stórmóti.
El que se fue tranquilo con el VAR fue Cavani pic.twitter.com/Gi27gOOP0Z
— FeFe (@FeFeTheOriginal) December 2, 2022
Athugasemdir