Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   fös 02. desember 2022 13:01
Elvar Geir Magnússon
„Neymar verður ekki 100% fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitum“
„Neymar er miðpunktur alls varðandi brasilíska landsliðið en ég taldi að við þyrftum ekki nauðsynlega á honum að halda, aðrir gætu fyllt hans skarð. Svo meiðist hann og maður sér að hann vantar, við þurfum að vera með hann," segir brasilíski íþróttafréttamaðurinn Ricardo Setyon.

Neymar var ekki með Brasilíu í síðasta leik, eftir að hafa meiðst í fyrsta leik liðsins á mótinu.

„Hann er meiddur á ökkla og það eru einhver vandamál í beininu í ökklanum. Þetta eru ekki bara liðböndin heldur er blóðtappi inn í beininu. Venjulega tekur 20-25 daga að jafna sig."

„Ég var á æfingasvæði Brasilíu í dag og sá Neymar í æfingum í sundlauginni. Hann gerði sömu æfingar og aðrir. Staðan á honum verður skoðuð á morgun svo hann spilar ekki gegn Kamerún í kvöld."

„Ég tel að hann verði ekki 100% fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitum. Hann verður kannski 75% og spurningamerki hvort hann spili í 16-liða úrslitum. En Brasilíumenn eru á því að við þurfum að vera með Neymar."

Brasilía hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og innsiglar toppsætið ef liðið forðast tap gegn Kamerún í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner