Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Age Hareide um dráttinn: Það er langur vegur á EM ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, vildi tjá sig sem minnst um dráttinn fyrir Evrópumótið í dag, en hann segir mikilvægast að setja alla einbeitingu á umspilið sem fer fram í mars.

Ísland myndi mæta Belgíu, Rúmeníu og Slóvakíu í E-riðli, en til þess að það verði að veruleika þarf Ísland að fara í gegnum Ísrael í undanúrslitum umspilsins í mars og leggja síðan Bosníu eða Úkraínu að velli í úrslitum.

Åge tjáði sig stuttlega við KSÍ eftir dráttinn og viðurkenndi að þetta væri eitthvað sem hann væri ekki tilbúinn að ræða ítarlega á þessari stundu.

„Auðvitað er þetta áhugavert og það hjálpar okkur og KSÍ upp á skipulagið fram í tímann að vita hvar og hvenær við myndum spila, og við hverja, ef við myndum komast áfram. Það er að mörgu að hyggja skipulagslega. En við erum ekki komnir þangað, það er langur vegur á EM ennþá, þannig að ég vil ekki kommenta á þennan drátt. Allur okkar fókus er á umspilið í mars. Það er það eina sem skiptir máli núna og við höldum allri okkar einbeitingu á að eiga góðan leik á moti Ísrael,“ sagði Hareide við KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner