Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 02. desember 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorleifur stýrir ÍR áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorleifur Óskarsson hefur framlengt samning sinn við ÍR og stýrir kvennaliði félagsins til ársins 2026.


Þorleifur eða Leifi eins og hann er kallaður er ÍR-ingur út í gegn en hann lék með félaginu á sínum tíma. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins fyrir sumarið 2022.

Hann kom liðinu upp í Lengjudeildina í sumar með sigri í 2. deildinni.

„Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur ÍR-inga en knattspyrnudeild ÍR getur ekki beðið eftir áframhaldandi samstarfi með Þorleifii," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner