PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands - Katla byrjar sinn fyrsta leik
Sex breytingar á liðinu
Icelandair
Fanney kemur inn fyrir Cecilíu og ver íslenska markið.
Fanney kemur inn fyrir Cecilíu og ver íslenska markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórði landsleikurinn og fyrsti byrjunarliðsleikur Kötlu.
Fjórði landsleikurinn og fyrsti byrjunarliðsleikur Kötlu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst vináttulandsleikur Íslands og Danmerkur sem fram fer á Spáni. Um er að ræað seinni leik Íslands í landsleikjaglugganum en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli gegn Kanada á föstudag.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Danmörk

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson gerir sex breytingar á liðinu frá leiknum gegn Kanada. Fanney Inga kemur inn í markið, Hafrún Rakel kemur í hægri bakvörðinn, þær Alexandra og Katla á miðjuna og þær Diljá og Hlín verða með Sveindísi í sóknarlínunni. Katla er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en þetta er hennar fjórði leikur með liðinu.

Fanney þekkir vel að spila gegn Danmörku því hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir ári síðan og hélt þá hreinu gegn Danmörku.

Byrjunarlið Íslands:
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Katla Tryggvadóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner