Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. janúar 2023 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Dómgæslan algjör skandall - „Áttum að fá tvö víti"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Gabriel var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Gabriel var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gat ekki orða bundist er hann talaði við við fjölmiðla eftir markalausa jafnteflið við Newcastle United á Emirates-leikvanginum í dag.

Liðin neyddust til að skipta stigunum á milli sín en Arsenal vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Dan Burn togaði niður Gabriel í teignum og þá virtist Jacob Murphy handleika knöttinn innan teigs undir lokin.

Ekkert dæmt og var Arteta vonsvikinn með dómgæsluna, enda tvö risastór atvik.

„Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum og hvernig þeir spiluðu. Þeir voru með öll völd á leiknum, reyndu og héldu áfram að stjórna leiknum. Við þurftum neistann á síðasta þriðjungnum og það komu upp margar stöður. Svo áttum við að fá tvær vítaspyrnur sem var í raun algjör skandall,“ sagði Arteta.

„Það voru tvö víti sem við áttum að fá. Það er svo einfalt. Ég er að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvær vítaspyrnur og skandall að við fengum þær ekki, en ég er ótrúlega stoltur af þeirri vinnu sem við lögðum í þetta.“

„Það vantaði þessa aukasnertingu eða hreyfingu til að klára færin í leiknum. Newcastle vildi hafa leikinn svona en liðið spilar ekki svona og þeir hafa ekki gert þetta gegn öðru liði.“

„Ef þú getur ekki unnið þá máttu ekki tapa og við náðum að halda hreinu og spiluðum mjög vel. Núna höldum við áfram en ég vildi vinna þennan leik og við gerðum jafntefli. Við áttum að gera ákveðna hluti betur á síðasta þriðjungnum. Við hefðum átt að fá tvö víti til að vinna leikinn,“
sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner