Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Gonzalez í læknisskoðun hjá Man City
Mynd: EPA
Manchester City er að takast að landa miðjumanni fyrir lok gluggans en spænski leikmaðurinn Nico Gonzalez er á leið í læknisskoðun hjá félaginu.

Englandsmeistararnir náðu samkomulagi við Porto um kaup á Gonzalez fyrr í dag en kaupverðið nemur um 50 milljónum punda.

Pep Guardiola taldi mikilvægt fyrir City að styrkja miðsvæðið, en Gonzalez, sem er 23 ára gamall, er öflugur í bæði vörn og sókn.

Man City vildi ekki greiða svo hátt verð fyrir miðjumanninn, en gaf eftir á endanum.

Gonzalez er nú á leið í læknisskoðun í Portúgal og skrifar í kjölfarið undir langtímasamning.

Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Man City fær í glugganum á eftir Abdukodir Khusanov, Vitor Reis og Omar Marmoush.
Athugasemdir
banner
banner
banner