Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markalaust í sex leikjum Man Utd - Nægur tími til að bæta metið
Mason Greenwood skoraði tíu deildarmörk á síðasta tímabili. Þá byrjaði hann 12 leiki. Á þessu tímabili er hann búinn að skora eitt mark í 14 byrjunarliðsleikjum.
Mason Greenwood skoraði tíu deildarmörk á síðasta tímabili. Þá byrjaði hann 12 leiki. Á þessu tímabili er hann búinn að skora eitt mark í 14 byrjunarliðsleikjum.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ekki verið að spila frábæran fótbolta að undanförnu.

Rauðu djöflarnir gerðu markalaust jafntefli í kvöld gegn Crystal Palace í hundleiðinlegum fótboltaleik.

Man Utd hefur núna gert þrjú markalaust jafntefli í röð í öllum keppnum en þetta var sjötta markalausa jafntefli liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ekkert lið hefur gert fleiri markalaus jafntefli í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en þetta er jöfnun á meti hjá Man Utd frá stofnun deildarinnar 1992. Liðið á enn eftir að spila 11 leiki og því nægur tími til að bæta þetta met.

Framherjar United hafa ekki átt neitt sérstakt tímabil. Marcus Rashford hefur verið bestur með níu mörk í 27 deildarleikjum. Mason Greenwood er búinn að skora eitt mark 21 deildarleik, og Anthony Martial er með fjögur mörk í 21 deildarleik.


Athugasemdir
banner
banner