Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. mars 2023 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Árborg, ÍR og Hafnir unnu stórsigra
Guðni Sigþórssno skoraði tvö fyrir Þróttara
Guðni Sigþórssno skoraði tvö fyrir Þróttara
Mynd: EPA
Ingi Rafn Ingibergsson var öflugur í liði Árborgar
Ingi Rafn Ingibergsson var öflugur í liði Árborgar
Mynd: Árborg
Árborg, Hafnir og ÍR unnu öll stórsigra í Lengjubikar karla í kvöld.

Þróttur V. lagði Hauka, 3-1, í riðli 2 í B-deild Lengjubikarsins. Guðni Sigþórsson skoraði tvívegis fyrir Þróttara sem eru með 6 stig, eins og Haukar, nema með slakari markatölu.

ÍR vann auðveldan 5-0 sigur á Augnabliki í riðli 3. Arnór Gauti Úlfarsson og Óliver Elís Hlynsson skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleiknum áður en þeir Sæþór Ívan Viðarsson, Emil Nói Sigurhjartarson og Aron Fannar Hreinsson gerðu út um leikinn í síðari hálfleiknum.

ÍR er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Augnablik með 6 stig í öðru sæti.

Árborg vann þá Uppsveitir 5-0 í riðli 1 í C-deildinni. Árborg hefur unnið báða leikina sína í riðlinum. Hafnir vann 4-0 sigur á Herði frá Ísaferði og er liðið með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Hamar lagði Úlfana, 2-1, í riðli 4. Bæði lið eru með 3 stig en Hamar á leik inni.

Úrslit og markaskorarar:

B-deild:

Riðill 2:

Haukar 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Guðni Sigþórsson ('31 )
1-1 Hallur Húni Þorsteinsson ('36 )
1-2 Guðni Sigþórsson ('49 )
1-3 Stefán Jón Friðriksson ('80 )

Riðill 3:

ÍR 5 - 0 Augnablik
1-0 Arnór Gauti Úlfarsson ('9 )
2-0 Óliver Elís Hlynsson ('45 )
3-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('56 )
4-0 Emil Nói Sigurhjartarson ('70 )
5-0 Aron Fannar Hreinsson ('89 )

C-deild:

Riðill 1:

Árborg 5 - 0 Uppsveitir
1-0 Gunnar Fannberg Jónasson ('17 )
2-0 Ingi Rafn Ingibergsson ('25 , Mark úr víti)
3-0 Ingi Rafn Ingibergsson ('29 )
4-0 Sveinn Kristinn Símonarson ('49 )
5-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('53 )

Riðill 2:

b>Hafnir 4 - 0 Hörður Í.
1-0 Jón Arnór Sverrisson ('13 )
2-0 Kristófer Orri Magnússon ('44 )
3-0 Dawid Jan Laskowski ('48 )
4-0 Kristófer Orri Magnússon ('79 )

Riðill 4:

Úlfarnir 1 - 2 Hamar
0-1 Matthías Ásgeir Ramos Rocha ('29 )
1-1 Kári Valur Arngrímsson ('91 , Mark úr víti)
1-2 Przemyslaw Bielawski ('91 )
Rautt spjald: Jón Bjarni Sigurðsson , Hamar ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner