Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 03. mars 2023 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Gunnars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Siggi Gunnars er kynnir í Söngvakeppninni sem fer fram annað kvöld.
Siggi Gunnars er kynnir í Söngvakeppninni sem fer fram annað kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Siggi er mikill stuðningsmaður Sunderland en hans menn eru að gera góða hluti í Championship-deildinni.
Siggi er mikill stuðningsmaður Sunderland en hans menn eru að gera góða hluti í Championship-deildinni.
Mynd: Getty Images
'Léttur leikur fyrir verðandi Englandsmeistara'
'Léttur leikur fyrir verðandi Englandsmeistara'
Mynd: Getty Images
Siggi spáir Leeds sigri gegn Chelsea á útivelli.
Siggi spáir Leeds sigri gegn Chelsea á útivelli.
Mynd: EPA
United fer á Anfield á sunnudag.
United fer á Anfield á sunnudag.
Mynd: EPA
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var með sex rétta um síðustu helgi.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var með sex rétta um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, gerði sér lítið fyrir og var með sex rétta þegar hún spáði í leiki helgarinnar á Englandi um síðustu helgi.

Að þessu sinni fær Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, það verkefni að spá í leiki helgarinnar er 26. umferðin verður spiluð. Siggi er tónlistarstjóri hjá Rás 2 og einnig er hann kynnir í Söngvakeppninni, en úrslitakvöldið fer fram á morgun. Hvaða lag fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool?

Siggi er mikill stuðningsmaður Sunderland, sem er í Championship-deildinni.

„Það eru ekki margir sem vita það að ég er mikill áhugamaður um fótbolta. Ég er gallharður stuðningsmaður KA en ég er bókstaflega alinn upp í KA heimilinu þar sem pabbi minn starfaði sem framkvæmdastjóri í fjölda mörg ár," segir Siggi í samtali við Fótbolta.net

„Í gegnum pabba smitaðist ég af áhuga á Derby County en við höfum oft farið á Pride Park, heimavöll þeirra. Svo er ég líka mikill Bretlandsvinur, dvaldi í London og var svo búsettur í Sunderland þar sem ég var í háskóla. Í borginni er mikil fótboltamenning, enda Sunderland eitt stærsta félagið í enska boltanum sé litið til yngriflokkastarfs, aðdáendafjölda og stærð vallarins en hann er sá áttundi stærsti í enskri deildarkeppni og nánast alltaf fullur, meir að segja þegar liðið lék í League One."

„Ég sogaðist inn í fótboltamenninguna í borginni og varð fljótt eldheitur stuðningsmaður svörtu kattana, mætti á hvern einasta heimaleik og átti mitt sæti. Síðan þá hef ég verið eldheitur stuðningsmaður liðsins og gengið með því í gegnum súrt og sætt síðastliðin ár. Nú gengur tiltölulega vel í Championship og farið að vora eftir langan vetur hjá okkur. Ég verð því að viðurkenna að ég þekki stöðuna í Championship betur en í Premier League, en læt það ekki stoppa mig í spánni."

Svona spáir Siggi leikjum helgarinnar:

Man City 2 - 1 Newcastle (12:30 á laugardag)
Ég get náttúrulega aldrei spáð Newcastle sigri, verandi gallharður Sunderland maður, þó svo eitthvað segi mér að þeir eigi eftir að eiga góðan leik gegn City. Þetta verður jafn leikur en City tekur öll þrjú stigin á heimavelli.

Arsenal 3 - 0 Bournemouth (15:00 á laugardag)
Léttur leikur fyrir verðandi Englandsmeistara gegn sunnlendingunum úr veðursæla ellilífeyrisþegabænum Bournemouth sem líklega fellur niður um deild þetta árið.

Aston Villa 0 - 0 Crystal Palace (15:00 á laugardag)
Tilþrifalaust miðjumoð í leiknum sem enginn er að bíða eftir þessa helgi.

Brighton 3 - 1 West Ham (15:00 á laugardag)
Brighton eru búið að vera á tiltölulega fínu róli í deildinni þessa leiktíð og tryggir sér fínan sigur gegn West Ham sem er ekki laust við að þurfa að vera í fallbaráttu. Svo er Brighton með skemmtilegri borgum á Englandi, alltaf á leiðinni á leik þangað, svo ekki spái ég þeim öðru en sigri!

Chelsea 1 - 2 Leeds (15:00 á laugardag)
Ég vona að lánlausir Leedsarar fari á Stamford Bridge og nái sér 3 stig. Leeds bara má ekki falla úr úrvalsdeildinni og það er alveg raunhæfur möguleiki að fara með baráttuandann til Lundúna og fá blóð á tennurnar til þess að hefja þá vegferð að tryggja sig uppi, þó vissulega sé þetta meiri óskhyggja frekar en raunsæi.

Wolves 0 - 4 Tottenham (15:00 á laugardag)
Lundúnarliðið gerir góða ferð upp í miðlöndin og valtar yfir Úlfa í fallbaráttu.

Southampton 0 - 0 Leicester (17:30 á laugardag)
Vægast sagt tilþrifalaus botnbaráttuslagur sem skilar báðum liðum einu stigi.

Nottingham Forest 1 - 2 Everton (14:00 á sunnudag)
Botnbaráttan heldur áfram. Þar sem ég er alinn upp sem Derby County maður get ég eðli málsins samkvæmt ekki spáð Nottingham Forest sigri enda eru enginn kærleikur milli þessara liða. Mig langar líka að trúa að Everton spyrni í botninn og lendi ekki í algjörum vandræðum eftir þessa umferð.

Liverpool 1 - 3 Manchester United (16:30 á sunnudag)
United menn eru kátir þessa dagana og á flugi. Þetta er leikur helgarinnar, án efa, og þar sem vindurinn er í seglin hjá United en ekki beint hjá Liverpool þessa leiktíðina spái ég United tiltölulega öruggum sigri.

Brentford 1 - 2 Fulham (20:00 á mánudag)
Tvö lið sem ég hreinlega elska. Það hefur verið svo gaman að fylgjast með gengi Bretford undanfarin ár, ég elska öskubuskusögur í boltanum og svona minnimáttar lið. Svo er Fulham með einn skemmtilegasta völlinn í enska boltanum, það er svolítið eins og að vera staddur á leik 1967 að fara á Craven Cottage (mæli svo innilega með!). En það má segja að Fulham sé svona spútniklið þessarar leiktíðar og þeir taka Brentford í þessum leik.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner