Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. mars 2024 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra skrefi nær því að komast í úrslit bikarsins
Alexandra gæti spilað til úrslita í ítalska bikarnum
Alexandra gæti spilað til úrslita í ítalska bikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina eru skrefi nær því að komast í úrslitaleik ítalska bikarsins eftir að liðið vann Juventus, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitunum í dag.

Íslenska landsliðskonan var í byrjunarliði Fiorentina sem var betri aðilinn í dag.

Michela Catena var hættulegust í sóknarleik Fiorentina. Hún fékk mörg góð færi í leiknum, þar á meðal eitt í stöng, áður en hún gerði sigurmarkið á 65. mínútu með föstu skoti af stuttu færi.

Juventus-liðið, sem var án Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fékk eitt stórhættulegt færi, en annars átti liðið nokkur hálf færi, sem markvörður Fiorentina var ekki í neinum stórkostlegum vandræðum með.

Þetta gefur Fiorentina góð fyrirheit fyrir síðari leikinn sem fer fram á heimavelli Juventus.

Guðný Árnadóttir kom þá inn af bekknum í 2-0 tapi AC Milan gegn Roma í hinum undanúrslitaleiknum. Roma er auðvitað sterkasta lið Ítalíu og hefur verið undanfarið.

Sigurinn var verðskuldaður en það verður fróðlegt að sjá hvort Milan sé með eitthvað í vopnabúrinu fyrir síðari leikinn sem fer fram í Róm.
Athugasemdir
banner
banner