banner
   lau 03. apríl 2021 12:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel lagði upp í stórsigri Riga - Hjólhestaspyrnumark dæmt af honum
Mynd: Riga
Riga FC 6 - 1 Spartaks

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Riga sem valtað yfir Spartaks, 6-1, í 3. umferð lettnesku deildarinnar.

Axel er fæddur árið 1998 og gekk í raðir Riga fyrir tímabilið. Hann var í liði vikunnar í fyrstu tveimur umferðum tímabilsins.

Riga komst í 2-0 í fyrri hálfleik, Axel skoraði með hjólhestaspyrnu á 13. mínútu en vítaspyrna var dæmd fyrir brot annars staðar í teignum. Axel lagði svo upp annað markið með fyrirgjöf eftir misheppnaða horsnpyrnu á 28. mínútu.

Á 55. mínútu minnkuðu gestirnir muninn en Riga svaraði því með fjórum mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Stefan Milosevic skoraði þrennu í leiknum, fyrstu tvö mörk Riga og svo lokamarkið.

Riga er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner