lau 03. apríl 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar og Djalo rifust á leið til búningsklefa
Erfiður dagur fyrir Neymar.
Erfiður dagur fyrir Neymar.
Mynd: Getty Images
Dagurinn í dag var ekki góður fyrir Neymar, stórstjörnu Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Neymar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks gegn Lille í dag. Neymar fékk sitt seinna gula spjald eftir að hann ýtti í leikmann Lille í pirringi.

Sjá einnig:
Myndband: Neymar missti "kúlið"

Neymar var greinilega mjög pirraður því það þurfti að aðskilja hann og Tiago Djalo, leikmann Lille, í göngunum. Þeir fengu báðir rautt spjald. Neymar fékk gula spjaldið fyrir að ýta Djalo en stuttu síðar var Djalo einnig vikið af velli fyrir að láta dómarann heyra það.

Það barst myndefni úr göngunum eftir leik þar sem sést þegar Neymar ýtir við Djalo og ætlar svo að hlaupa í átt að honum en kemst ekkert áleiðis þar sem margir öryggisverðir eru á milli þeirra.

Hægt er að sjá myndband af þessu hér að neðan.

Lille er á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, PSG er með 63 stig og Mónakó er með 62 stig, öll eftir 31 leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner