Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
   lau 03. maí 2014 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er bjartsýnn fyrir sumarið og segist vera spenntur fyrir því að fá Guðmund Benediktsson sem aðalþjálfara eftir sex umferðir þegar Ólafur Kristjánsson fer til Danmerkur til að taka við FC Nordsjælland.

Blikar mæta FH í fyrstu umferð á mánudag og KR í annari á fimmtudag og segir Finnur gott að fá erfiða byrjun til að koma mönnum vel í gang í byrjun sumars.

,,Það er komin mikil spenna og alltaf gaman að byrja þetta," sagði Finnur Orri fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

,,Ég held það séu forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra. Við erum með hörkuhóp og búnir að bæta við okkur reynslumiklum mannskap."

,,Eftir viðtalið við Elvar Geir þarna í vetur fór eitthvað að gerast,"
sagði Finnur léttur í bragði þegar hann var spurður hvers vegna hann væri byrjaður að skora mörk.

,,Ég er farinn að spila aðeins framar og það eru einhverjar áherslubreytingar."

,,Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn gegn FH og ég held að það verði gott að mæta bæði FH og KR í fyrstu umferðunum. Það er auðvelt að gíra sig upp í þá leik og það er gott að fá þannig leiki þegar maður kemur inn í sumarið."

,,Ég er mjög spenntur að fá Gumma (Benediktsson) sem aðalþjálfara. Hann þekkir hlutina og þekkir okkur sem hóp, hann veit við hverju hann er að taka og við vitum hvað við erum að fá."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner