Alexis Mac Allister, leikmaður Brighton, verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður Liverpool í næstu viku, nema eitthvað óvænt gerist.
Mac Allister hefur verið frábær í liði Brighton með Moises Caicedo á miðjunni en báðir eru á förum.
Caicedo fer til Arsenal eða Chelsea og þá mun Mac Allister líklega ganga í raðir Liverpool.
Liverpool hefur verið í viðræðum við Mac Allister og föður hans síðustu vikur en þær viðræður halda áfram næstu daga til að ganga frá samningamálum.
Luciano Guaycochea, frændi Mac Allister, spilar í Malasíu, en hann var í viðtali þar á dögunum og þar virðist hann svo gott sem staðfesta skiptin til Liverpool.
„Ég get ekki sagt hvar hann mun spila en ég held að það viti það allir að hann er nálægt því að fara til Liverpool. Þetta er stórt lið, en hvert sem hann ákveður að fara þá vona ég bara að hann spili vel,“ sagði Guaycochea við AstroArena.
Athugasemdir