Bæði lið eiga hrós skilið, þau voru að reyna.
Ejub þjálfari Víkings var á því að úrslit kvöldsins í Ólafsvík hafi verið rétt.
"Maður vill alltaf þrjú stig á heimavelli. Mér fannst við hafa yfirhöndina í 20 - 25 mínútur í seinni hálfleik en í heildina held ég að þetta hafi verið mjög sanngjarnt 0-0 jafntefli."
"Maður vill alltaf þrjú stig á heimavelli. Mér fannst við hafa yfirhöndina í 20 - 25 mínútur í seinni hálfleik en í heildina held ég að þetta hafi verið mjög sanngjarnt 0-0 jafntefli."
Ejub fannst sú staðreynd að þurfa að breyta byrjunarliðinu 45 mínútum fyrir leik hafa áhrif.
"Auðvitað, allar svona breytingar á varnarlínunni hafa áhrif. Það var ekki eitthvað sem við vildum. Við vorum með nokkra sem voru tæpir en við náðum að stilla upp liði og í heildina stóðu menn sig ágætlega."
Ejub taldi sig vita hluta skýringarinnar á daufum leik:
"Að hluta var það staðan í deildinni og svo álagið. Það var greinilegt að menn voru orðnir svolítið þreyttir. En ég vill hrósa báðum liðum, þau reyndu bæði. Sérstaklega í seinni hálfleik."
Tveir leikmenn sem Víkingar hyggjast fá til sín fyrir næsta leik horfðu á þennan og Ejub útilokar ekki fleiri leikmannaskipti.
"Við losuðum tvo um daginn og nú viljum við fá tvo í staðinn, við sjáum hvort eitthvað er spunnið í þá. Það kemur í ljós hvort við gerum meira, við erum að skoða en í augnablikinu er ekki hægt að segja neitt. En við skoðum í kringum okkur".
Nánar er rætt við Ejub í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir