Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Xherdan er ekki meistari"
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri.
Mynd: Getty Images
Svissneski fótboltaþjálfarinn Arno Rossini er harðorður í garð Xherdan Shaqiri, leikmanns Liverpool.

Rossini, sem er 63 ára gamall, telur að Shaqiri hafi sóað fótboltahæfileikum sínum. Shaqiri er 28 ára og var mjög spennandi leikmaður þegar hann var að koma upp hjá Basel í heimalandinu fyrir um tíu árum síðan.

Hann hefur ávallt spilað vel fyrir svissneska landsliðið, en með félagsliðum hefur hann ekki gert gott mót. Hann hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Bayern München og Liverpool, en hann hefur einnig leikið fyrir Stoke og Inter á ferli sínum.

Shaqiri hefur aðeins spilað tíu leiki fyrir Englands- og Evrópumeistara Liverpool í öllum keppnum á þessu tímabili. Rossini segir í samtali við Tio: „Xherdan er ekki meistari."

„Hann hefur bara verið áhorfandi síðustu ár, setið á bestu stöðum og fengið milljónir í vasann. Xherdan hefur séð bankareikninginn vaxa, en ég veit ekki hversu mikið af fólki mun muna eftir honum eftri tíu ár."
Athugasemdir
banner
banner