Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 03. júlí 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír sigurvegarar og þrjú ljón
England er eina liðið sem er eftir, sem hefur ekki unnið EM áður.
England er eina liðið sem er eftir, sem hefur ekki unnið EM áður.
Mynd: EPA
Átta-liða úrslitin á EM voru að klárast og núna er það ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum.

Svona eru undanúrslitin
Ítalía - Spánn
Danmörk - England

Báðir leikirnir fara fram á Wembley og verða þeir spilaðir í næstu viku. Leikur Ítalíu og Spánar fer fram 6. júlí og leikur Danmerkur og Englands verður spilaður degi síðar.

Spánn hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, Danmörk einu sinni, Ítalía einu sinni en England aldrei. England hefur aldrei komist í úrslitaleikinn.

Hvaða lið fer alla leið?
Athugasemdir
banner
banner
banner