sun 03. júlí 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Umtiti á leið aftur til Frakklands
Samuel Umtiti er á förum frá Börsungum
Samuel Umtiti er á förum frá Börsungum
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti er á leið aftur til heimalandsins en hann verður lánaður frá Barcelona til Rennes út leiktíðina.

Umtiti, sem er 28 ára gamall, spilaði aðeins einn leik fyrir Barcelona á síðustu leiktíð.

Hann missti af þrettán leikjum vegna meiðsla, var tvisvar utan hóps, en annars sat hann meira og minna á varamannabekknum.

Franski varnarmaðurinn samþykkti launalækkun í janúar til þess að Barcelona gæti skráð Ferran Torres í hópinn en nú er hann á förum frá félaginu.

Xavi ákvað að taka hann ekki með í æfingaferð liðsins og því ljóst að hann er ekki í plönum þjálfarans.

Spænskir fjölmiðlar segja að hann sé nálægt því að ganga í raðir franska félagsins Rennes á láni út tímabilið, með möguleika á að kaupa hann. Félögin ræða nú sína á milli hvernig skal greiða laun hans áður en Umtiti fer til Frakklands.

Umtiti kom til Barcelona frá Lyon fyrir sex árum fyrir um það bil 25 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner