Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 03. júlí 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Umtiti á leið aftur til Frakklands
Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti er á leið aftur til heimalandsins en hann verður lánaður frá Barcelona til Rennes út leiktíðina.

Umtiti, sem er 28 ára gamall, spilaði aðeins einn leik fyrir Barcelona á síðustu leiktíð.

Hann missti af þrettán leikjum vegna meiðsla, var tvisvar utan hóps, en annars sat hann meira og minna á varamannabekknum.

Franski varnarmaðurinn samþykkti launalækkun í janúar til þess að Barcelona gæti skráð Ferran Torres í hópinn en nú er hann á förum frá félaginu.

Xavi ákvað að taka hann ekki með í æfingaferð liðsins og því ljóst að hann er ekki í plönum þjálfarans.

Spænskir fjölmiðlar segja að hann sé nálægt því að ganga í raðir franska félagsins Rennes á láni út tímabilið, með möguleika á að kaupa hann. Félögin ræða nú sína á milli hvernig skal greiða laun hans áður en Umtiti fer til Frakklands.

Umtiti kom til Barcelona frá Lyon fyrir sex árum fyrir um það bil 25 milljónir evra.
Athugasemdir
banner