Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 03. ágúst 2020 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Ítalska deildin hefst 19. september
Lokaumferðin í Seríu A á Ítalíu lauk í gær og hefur nú fengist staðfest hvenær nýtt tímabil hefst í landinu.

Tímabilið sem var að klárast var sett í biðstöðu í mars eftir að kórónuveiran herjaði Ítalíu og fór deildin ekki aftur af stað fyrr en um miðjan júní.

Lokaumferðin kláraðist svo í gær en deildin hefur nú staðfest dagsetningar á nýju tímabili.

Tímabilið hefst þann 19. september og fer lokaumferðin fram þann 23. maí.

Félagaskiptaglugginn á Ítaíu opnast þann 1. september og lokar þann 5. október.
Athugasemdir
banner