Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 07:30
Victor Pálsson
Neves virðist ekki vilja yfirgefa Wolves
Mynd: Getty Images
Ruben Neves, leikmaður Wolves, hefur gefið í skyn að hann sé ekki á förum frá félaginu í sumar eins og talað var um fyrr á árinu.

Mörg félög voru orðuð við þennan 24 ára gamla leikmann og þar á meðal Arsenal. Neves var hluti af portúgalska landsliðinu á EM í sumar.

Bruno Lage er nýr stjóri Wolves og er Neves afar ánægður með hans komu og þær áherslur sem hann hefur kynnt fyrir liðinu.

Miðað við orð Neves þá er erfitt að sjá hann semja við annað félag þetta sumar en það er þó ávallt erfitt að segja til.

„Lage er mjög góður þjálfari. Ég er ánægður með þetta samstarf. Ég ræddi við nokkra vini þegar hann samdi við Wolves - þeir voru leikmenn Benfica og góðir vinir mínir. Þeir sögðu aðeins góða hluti," sagði Neves.

„Ég get séð það núna. Hann er mjög góður þjálfari með góðar hugmyndir. Ég held að þegar allt smellur saman þá verður erfitt að vinna okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner