Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. ágúst 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Orðið að kjúklingakarrí þegar sagan hefur farið hringinn
Arnari líður virkilega vel í Víkinni.
Arnari líður virkilega vel í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sú saga hefur verið hávær að FH muni reyna að fá Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, til að taka við stjórnartaumunum í Kaplakrika eftir tímabilið.

Rætt var um söguna í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

„Þetta eru bara sögusagnir," sagði Arnar Gunnlaugsson þegar nafni hans Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, spjallaði við hann í gær.

„Er þetta ekki bara eins og hringur í leikskóla þar sem fimm krakkar sitja og einn hvíslar í eyrað 'banani'. Svo gengur sagan hringinn og er orðin að 'kjúklingakarrí' þegar sá síðasti fær söguna. Er þetta ekki bara svoleiðis?"

FH gekk í gegnum þjálfaraskipti á tímabilinu þegar Ólafur Jóhannesson var ráðinn en hann samdi út tímabilið.

Fyrr á þessu ári gerði Arnar óuppsegjanlegan samning við Víkinga út tímabilið 2023 og ljóst að Víkingar eru ekki tilbúnir að láta hann fara, nema mögulega fyrir einhverja verulega háa upphæð.

Sjálfur er Arnar hæstánægður í Víkinni.

„Mér líður virkilega vel í Víkingi, ég er með frábæra stjórn og frábæra leikmenn. Þetta er bara skemmtilegt slúður," segir Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugs: Þetta var slys sem gerðist
Útvarpsþátturinn - Blikar í banastuði og peningarnir í íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner