Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. ágúst 2022 16:03
Elvar Geir Magnússon
Halldór Smári frá næstu sex til sjö vikurnar - Hansen væntanlega ekki með á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson hefur ekki verið í leikmannahópi Víkings síðustu tvo leiki. Hann verður ekki klár fyrr en í seinni hluta septembermánaðar vegna meiðslanna.

Þetta sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við fréttamenn í Fossvoginum í dag.

Víkingur tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan á morgun í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar reiknar ekki með því að Nikolaj Hansen geti verið með í leiknum.

„Halli er frá í sex til sjö vikur í viðbót og hans er sárt saknað í vörninni. Niko er í ströggli og ég efast um að hann geti spilað á morgun. En við erum að fá Pablo til baka og Danijel er að koma betur og betur inn í þetta. Ég hef aldrei kvartað í minni stjóratíð yfir því að einhverja vanti, við mætum ellefu gegn ellefu á morgun og þeir sem koma inn eru væntanlega hungraðir í að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim öllum," segir Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner