Núna er í gangi æfingaleikur milli Manchester City og Chelsea á Ohio vellinum. Nýji stjóri Chelsea, Enzo Maresca, var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Man City fyrir ekki svo löngu en hann tók við Chelsea fyrir þetta tímabil eftir að hafa unnið Championship deildina með Leicester í fyrra.
Pep Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag og fékk að heyra nýja gæulunafnið á Enzo sem fólk er byrjað að kalla hann.
Gælunafnið er ‚Diet Pep‘ sem er tilvísun í að Enzo líti eins út og Pep Guardiola en sé slakari þjálfari.
Pep var hissa að heyra þetta gælunafn og eiginlega trúði því ekki að fólk væri að kalla hann þetta.
‚Diet?‘ spurði hann eftir að heyra þetta fyrst.
Þá svaraði blaðamaðurinn Guardiola og sagði að Enzo væri eins og hann nema ekki alveg eins og hann. Þá hallaði Guardiola sér aftur í sætinu og hló. Sjón er sögu ríkari.
Guardiola on Maresca question by @JacobsBen #CFC #Chelsea #Mancity pic.twitter.com/ukxOISroZU
— CFC factos (@CfcFactos1) August 2, 2024