Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. september 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Önnur kona stígur fram - „Ógnandi tilburðir sem hann viðhafði"
Jóhanna Helga Jensdóttir
Jóhanna Helga Jensdóttir
Mynd: Stöð 2
Konan segir Kolbein hafa verið með ógnandi tilburði á skemmtistaðnum
Konan segir Kolbein hafa verið með ógnandi tilburði á skemmtistaðnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhrifavaldurinn, Jóhanna Helga Jensdóttir, er önnur tveggja kvenna sem íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistaðnum B5 árið 2017 en hún steig fram og sagði sína sögu í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í gær.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir kom fram í fréttatíma RÚV fyrir viku síðan og greindi þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns. Maðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson.

Hún steig fram eftir að KSÍ hafði neitað því að tilkynningar eða ábendingar hefðu borist sambandinu síðustu ár. Annað kom þó á daginn er Þórhildur sagði frá ofbeldinu og dró þá Guðni Bergsson orð sín til baka í fréttatímanum og sagðist hafa farið rangt með mál.

Hann sagði af sér sem formaður KSÍ nokkrum dögum síðar og fylgdi stjórn KSÍ á eftir honum á mánudagskvöld. Fleiri sögur af ofbeldi landsliðsmanna hafa verið sagðar og er nú vonast eftir því að hreinsað verði til í knattspyrnuhreyfingunni.

Gerendameðvirkni og þöggun ofbeldis hefur þrifist í eitraðri menningu í hreyfingunni og hefur Jóhanna nú stigið fram og greint frá því að hún er önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn veittist að fyrir fjórum árum.

„Ég sat þar inni og var að spjalla við samstarfsfólk mitt og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og þá kemur Kolbeinn og er bara með læti," sagði Jóhanna.

„Ég segi við hann að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þó ræðst hann á mig með orðum og ósæmilegri hegðun. Mér leið ekki vel með hvernig hans nærveru var og mér fannst hann ógnandi þannig ég ákveð að fara út og spjalla við dyraverðina þar."

„Hann verður virkilega reiður og grípur í mig, dregur mig til hliðar og segir alls konar hluti. Hann ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín en þá er gripið inn í."


Sakar þær um lygar

Jóhanna var mjög hrædd og segir hann hafa sýnt ógnandi tilburði en hann hafi síðar boðið þeim 300 þúsund krónur í miskabætur, sem var hafnað. Kolbeinn bauð þeim síðar til að hitta sig þar sem hann baðst afsökunar og bauðst til að greiða þeim 3 milljónir í miskabætur.

„Já, ég var mjög hrædd, enda mjög ógnandi tilburðir sem hann hafði.

„Sú tillaga hljóðar upp á 1,5 milljón fyrir mig og 1,5 milljón fyrir Þórhildi en við stingum upp á því að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina og setji aðrar þrjár milljónir til Stígamóta."


Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu. Það er þó margt í yfirlýsingunni sem kemur ekki heim og saman. Hann segist ekki kannast við að hafa beitt þær ofbeldi eða áreitt þær en segir ennfremur að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar.

„Ég var sár og leið eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Ég verð að setja spurningamerki við það hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka eftir hann í einhverjar vikur. Hann ræðst beint á hana og í raun mig með þessari yfirlýsingu og segir að við séum að ljúga, sem er bara ekki rétt og þess vegna er ég að stíga fram," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner