Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   þri 03. október 2017 15:35
Elvar Geir Magnússon
Antalya í Tyrklandi
Hannes yfirgaf æfinguna í dag í fylgd sjúkraþjálfara
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði í Antalya í Tyrklandi í dag en það vakti athygli fréttamanna á svæðinu að aðlmarkvörður liðsins, Hannes Þór Halldórsson, yfirgaf æfingasvæðið ásamt sjúkraþjálfara þegar skammt var liðið á æfinguna.

Hannesi og sjúkraþjálfaranum var keyrt á golfbíl, líklega aftur á hótel landsliðsins sem er skammt hjá æfingasvæðinu.

Einhver meiðsli virðast hafa tekið sig upp en ekki eru nánari upplýsingar að svo stöddu.

Fjölmiðlar fengu að fylgjast með æfingunni fyrsta stundarfjórðung hennar en yfirgáfu svo svæðið.

Ekki er vitað hvort þessi meiðsli geri það að verkum að Hannes sé tæpur fyrir risaleikinn gegn Tyrklandi á sunnudag.

Aðrir markverðir í hópnum eru Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson en þeir héldu áfram æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni markvarðaþjálfara eftir að Hannes hvarf á braut.
Athugasemdir
banner